Umsóknir í Þróunarsjóð leik- og grunnskóla 2021 voru lagðar fram til kynningar á fundi fræðsluráðs í vikunni. Þetta er í annað skiptið sem Vestmannaeyjabær auglýsir eftir umsóknum í sjóðinn og bárust ellefu umsóknir að þessu sinni.

Ráðið þakkar kynninguna og skipar aðalmenn (varamenn taka sæti í forföllum aðalmanna) ásamt framkvæmdastjóra sviðsins og fræðslufulltrúa til að fara yfir umsóknir fyrir næsta fund ráðsins.

Yfirlit yfir umsóknir í Þróunarsjóð 2021.pdf

Teikningar – útikennsla_fylgigang með umsókn Thelmu og Minnu 2021.pdf