Sumarlokun leikskólanna og sumarleyfi voru til umræðu á fundi fræðsluráðs í síðustu viku. Foreldrar/forráðamenn leikskólabarna hafa valið tvær sumarleyfisvikur fyrir börn sín til viðbótar við sumarlokun sem verður 12.-30. júlí. Drífa Gunnarsdóttir, fræðslufulltrúi, fór yfir hvernig val foreldra á sumarleyfisvikum dreifist í kringum sumarlokunina. Foreldrar gátu valið sumarleyfisvikur með rafrænum hætti og bárust skráningar fyrir 186 börn og miðast eftirtaldar tölur við það:
18.3% foreldra völdu tímabil 1 sem er 28. júní-9. júlí.
26.3% foreldra völdu tímabil 2 sem er 5.-9. júlí og 2.-6. ágúst.
55.4% foreldra völdu tímabil 3 sem er 2.-13. ágúst.
Foreldrar gátu einnig valið 6. sumarleyfisvikuna sem er þá gjaldfrjáls. 7.5% völdu að taka 6. vikuna áður en sumarlokun hefst og 10.8% eftir að henni lýkur.