Lögreglan leitar vitna

Lögreglan í Vestmannaeyjum birti eftirfarandi færslu á Facebook seinnipartinn í dag: Milli kl.05:00 og 06:00 í morgun var hvít sendibifreið af gerðinni M. Bens tekin ófrjálsri hendi þar sem hún stóð í stæði á Skipasandi. Var henni ekið austur Strandveg og rétt austan við gatnamót Bárustígs og Strandvegar var henni ekið á umferðarmerki og síðan […]

Ómetanlegir bakhjarlar

“Við eigum hollvinasamtökum Hraunbúða mikið að þakka en þau eru okkur ómetanlegir bakhjarlar,” á þessum orðum hefst frétt á vef Vestmannaeyjabæjar sem skrifuð er í nafni starfsfólks Hraunbúða. En samtökin í samstarfi við Hafdísi Kristjáns bjóða upp á jógatíma einu sinni í viku á Hraunbúðum. Þau hafa einnig komið að krafti inn í félagsstarfið og […]

Eyjarnar landa annan hvern dag

„Nú er stuð á þessu. Vestmannaey og Bergey hafa landað fullfermi annan hvern dag að undanförnu. Þær hafa landað fjórum sinnum undanfarna viku og eru að landa í dag. Þetta gerist vart betra og nú er hægt að tala um alvöru vertíð,“ segir Arnar Richardsson rekstrarstjóri Bergs-Hugins í Vestmannaeyjum. Bergey kom til löndunar í morgun […]

Leggja ríka áherslu á að kerfið verði tekið til gagngerrar endurskoðunar

Fræðsluráð fundaði í síðustu viku til umræðu voru meðal annars samræmd próf í 9. bekk. Í íslenskuprófinu, sem var þann 8. mars sl., komu upp tæknileg vandamál í mörgum skólum sem gerðu það að verkum að margir nemendur misstu tengingu við prófið og þurftu að endurræsa og fara aftur inn. Í GRV náði tæplega 1/3 […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.