Stjórnvöld hafa tilkynnt um hertar aðgerðir vegna COVID-19 sem hafa áhrif á skóla, frístund, íþróttamiðstöð og félagsmiðstöð frá og með fimmtudeginum 25. mars 2021.

Nemendur grunnskólans og Tónlistaskólans eru komnir í páskaleyfi frá og með fimmtudeginum 25. mars. Starfsfólk skólanna munu nýta tímann fram að helgi til að undirbúa kennslu að loknu páskaleyfi miðað við þær takmarkanir sem gætu verið í gildi þá.

Lokað er í frístund og félagsmiðstöð samhliða grunnskóla.

Leikskólar eru áfram opnir, en þar gilda áfram reglur um grímuskyldu og 2 metra fjarlægðarmörk. Óviðkomandi aðilum er ekki heimilt að koma inn í skólabyggingarnar.

Íþróttamiðstöðin, sundlaugin, Herjólfshöllin, bókasafnið og endurvinnslan eru lokuð.

Nánari upplýsingar verða birtar þegar þær hafa borist frá stjórnvöldum.

SKL jól