Tryggvi Hjaltason hefur verið ötull talsmaður slæmra stöðu drengja innan menntakerfisins. Á Facebook síðu sinni í gær sett hann inn myndband þar sem hann viðrar nokkrar skemmtilegar pælingar um nálgun náms.
„ Smá viðrun á nokkrum pælingum sem ég og fleiri höfum verið að glíma við undanfarið. Takk allir sem ég hef átt yndisleg og fræðandi samtöl við varðandi það sem ég kem inn á hér.
Það er svo magnað ferðalag að ræða hugmyndir með öðru fólki. Því berskjaldaðari sem maður leyfir sér að vera í því ferðalagi því betur áttar maður sig á því hvað maður skilur lítið. En á sama tíma verður ferðalagið miklu merkilegra og verðmætara bæði fyrir mig og þá sem eru með mér í ferðalaginu.
Það hafa t.d. nokkrir komið með punkta til mín í þessari umræðu allri sem ég hef tekið beint með mér inn í uppeldið mitt á börnunum mínum og hvernig ég nálgast starfið mitt. Það er ekki ónýt uppskera..,“ segir Tryggvi í pósti sínum með myndbandinu, sem sjá má hér að neðan.