Erindi frá Björgunarfélagi Vestmannaeyja var tekið fyrir á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs í gær um er að ræða frestað erindi er varðar staðsetningu minnismerkis Þórs í botni Friðarhafnar. Bæjarstjórn fól formanni umhverfis- og skipulagsráðs og skipulagsfulltrúa að ræða við bréfritara. Fyrir liggur bréf frá formann Björgunarfélagsins dags. 18 jan. 2021.

Vantar skriflegt samkomulag
Eins og fram kemur í innsendu erindi er óskað eftir að fá flutning á minnismerki Þórs á lóð austan við Sjóbúð Björgunarfélagsins. Einnig kemur fram að Björgunarfélagið og lóðarhafi hafa gert með sér samkomulag um nýtingu á norð-austur hluta lóðarinnar fyrir merkið.
Ítrekað hefur verið við bréfritara að skriflegt samkomulag við lóðarhafa beri að skila til bæjaryfirvalda þar sem um er að ræða byggingarreit og lóðarhafi því að afsala sér byggingarrétti á umræddum reit. Ekki hefur verið brugðist við þessari ítrekun.
Ráðið getur ekki orðið við erindinu. Minnismerki verður fært innan svæðisins samkvæmt gildandi skipulagi, sem samþykkt var 2013.

Minnisvarði VS Þór.pdf