Harpa Valey framlengir

Harpa Valey Gylfadóttir og handknattleiksdeild ÍBV hafa náð samkomulagi og hefur Harpa nú skrifað undir nýjan 3 ára samning við félagið.
Harpa er ung og mjög efnilega handknattleikskona sem hefur átt mjög góðan vetur í handboltanum. Hlutverk Hörpu Valeyjar í liði ÍBV hefur orðið stærra og stærra undanfarin ár og á yfirstandandi tímabili hefur hún leikið lykilhlutverk í framliggjandi 5-1 vörn liðsins ásamt því að leika í vinstra horninu. Hún hefur staðið sig mjög vel en hún hefur undanfarin ár verið valin í yngri landslið Íslands.
Nú fyrr árinu valdi Arnar Pétursson Hörpu Valeyju í A-landsliðshópinn og tók hún þátt í 3 leikjum með liðinu í Norður-Makedónínu í síðasta mánuði. Þar stóð Harpa sig vel, lék hún sína fyrstu landsleiki og skoraði sín fyrstu landsliðsmörk, en leikirnir voru partur af undankepnni HM í handbolta. Hún er svo sömuleiðis í landsliðshópnum sem æfir nú fyrir úrslitaleikina við Slóveníu um sæti á HM, en þeir leikir fara fram um miðjan apríl.

Mest lesið