Mikil aukning í fjárhagsaðstoð

Upplýsingar um stöðu fjárhagsaðstoðar hjá Vestmannaeyjabæ var til umræðu á fundi fjölskyldu og tómstundarráðs í vikunni. Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs og yfirfélagsráðgjafi fóru yfir stöðu fjárhagsaðstoðar. Á fyrstu tveimur mánuðum ársins hefur verið greitt út þriðjungur af áætlaðri upphæð á fjárhagsáætlun ársins 2021. Um er að ræða um 65-70% hækkun frá sömu mánuðum í fyrra. Verið er að fara yfir allar umsóknir og skerpa á verklagsreglum. Einnig er verið að skoða aðrar leiðir fyrir fólk í fjárhagsvanda s.s. átak í atvinnumálum og virkri atvinnuleit.

Ráðið þakkaði fyrir upplýsingarnar og hvetur starfsmenn til að finna leiðir til að aðstoða fólk í fjárhagsvanda. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er neyðaraðstoð og mikilvægt að einstaklingar í vanda finni störf eða aðrar varanlegar lausnir varðandi framfærslu s.s. lífeyrisgreiðslur.

Mest lesið