Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs kynnti fyrirkomulag Vinnuskólans fyrir sumarið 2021 á fundi fjölskyldu- og tómstundaráð. Boðið er upp á vinnuskóla fyrir börn fædd 2005 -2007. Fjöldi vinnudaga og vinnutíma í viku er sá sami og verið hefur. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Sótt er um rafrænt. Lagt er til að laun fyrir sumarið 2021 hækki um 7,1% á milli ára. Tímakaup fyrir 8. bekk; 739 kr, 9. bekk; 862 kr og 10. bekk; 1042 kr.

Ráðið leggur til að laun í Vinnuskólanum verði endurskoðuð í framtíðinni og tengd sem hlutfall tímavinnukaups í dagvinnu í launatöflu stéttarfélags. Framkvæmdastjóra er falið að vinna að tillögu að launum við gerð fjárhagsáætlunar 2022. Ráðið staðfestir laun, sem og vinnutíma og vinnutímabil fyrir sumarið 2021. Um er að ræða fullnaðarafgreiðslu skv. viðauka IV við bæjarmálasamþykkt Vestmannaeyjar nr. 991/2020.