Samkvæmt nýrri reglugerð um skólahald, verður skólahald með nokkuð hefðbundunum hætti strax á miðvikudag frá þessu er greint á heimasíðu GRV. “Í raun eru litlar breyingar frá þeim reglum sem voru í gildi áður en skólum var lokað fyrir páska.”

Nýjustu takmarkanir.

  • Nemendur eru undanþegnir nálægðartakmörkun og grímuskyldu.
  • Hámarksfjöldi starfsmanna er 20 manns í rými og þeir mega fara milli rýma.
  • Starfsfólk skal virða 2 metra fjarlægðarreglu sín á milli og gagnvart nemendum en nota grímu ella.
  • Viðburðir eru heimilir í skólastarfinu með þátttöku nemenda og starfsfólks en engum utanaðkomandi.
  • Hámarksfjöldi nemenda í rými er 50 og blöndun milli hópa innan sama skóla er heimil.
  • Heimilt er að víkja frá fjöldatakmörkunum í sameiginlegum rýmum skóla að því gefnu að starfsfólk noti grímur.
  • Aðrir sem nauðsynlega þurfa að koma inn í skólabyggingar skuli nota andlitsgrímur og virða nálægðartakmörk.
  • Sömu reglur gilda um frístundarheimili og félagsmiðstöðvar.