Breyting hefur verið gerð á aðkomu sjúkrabíla að Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum. Framvegis mun aðkoma sjúkrabíla verða norðan megin við húsið, við kjallaradyr. Öll umferð og lagning ökutækja er því stranglega bönnuð við innganginn.

Breytingar á aðalinngang
“Þessar breytingar eru í tengslu við aðrar breytingar á inngöngum og aðkomu sjúklinga við HSU,” sagði Guðný Bogadóttir, Yfirhjúkrunarfræðingur heilsugæslunnar í Vestmannaeyjar aðspurð um málið. “Nú styttist í að nýr aðalinngangur heilsugæslu verði tekinn í notkun og frekari breytingar munu verða við kjallarainngang sem munu auðvelda aðkomu sjúkrabíla og flutning á heilsugæsu og beint á deild. Almennt bílastæði og aðkoma sjúkrabíla eiga ekki vel saman og þegar búið er að breyta aðgangi norðanmegin fyrir sjúkrabíla verður þetta skýrara. En þangað til þarf að ítreka að fólk leggi ekki beint við kjallaradyrnar. Nýr aðalinngangur verður tekinn í notkun  fljótlega og þá verða allar breytingar vel kynntar,” sagði Guðný.