Róbert áfram hjá ÍBV

Vilmar og Róbert ljósmynd: ÍBV
Þó ekki meigi spila handbolta um þessar mundir þá halda forsvarsmenn ÍBV ótrauðir áfram að undirbúa næsta tímabil og sögðu frá því á facebook síðu handboltans að Róbert Sigurðarson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Handknattleiksdeild ÍBV.
Róbert er á sínu fjórða tímabili hjá ÍBV en hann kom til liðs við liðið frá Akureyri árið 2017. Róbert hefur verið algjör lykilmaður í varnarleik liðsins undanfarin ár og hefur stimplað sig vel inn hérna í Eyjum. Undanfarin ár hefur hann sýnt það og sannað að hann er einn albesti varnarmaður Olís-deildar karla. „Við erum mjög ánægð með að tryggja okkur krafta Róberts áfram og er þetta mikilvægur þáttur í að gera allt klárt fyrir átökin næstu ár.
Við óskum Róberti til hamingju og hlökkum til áframhaldandi samstarfs,“ segir í tilkynningunni.

Mest lesið