Rafrænu forvali VG lýkur í dag

Rafrænu forvali hjá Vinstri grænum í Suður­kjördæmi lýkur klukkan 17.00 í dag. Á hádegi í gær höfðu 50% félaga á kjörskrá Vg í Suðurkjördæmi kosið.  Þetta er annað forvalið í Vg fyrir alþingiskosningarnar 25. september. Fyrsta forvalið var haldið í Norðausturkjördæmi og þá kusu 63%. Fimm frambjóðendur takast á um fyrsta sæti á lista í kjördæminu. Almar Sigurðsson, ferðaþjónustubóndi og formaður svæðisfélags Vg í Árnessýslu, Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi og sveitarstjórnarmaður í Skaftárhreppi, Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri og formaður svæðisfélags Vg á Suðurnesjum, Kolbeinn Óttarsson Proppé, alþingismaður, Róbert Marshall, leiðsögumaður, bjóða sig fram í fyrsta sæti.

Að auki bjóða Sigrún Birna Steinarsdóttir, háskólanemi og formaður Ungra Vinstri grænna sig fram í 2. – 3. sæti, Helga Tryggvadóttir náms- og starfsráðgjafi í 2. – 5.  sæti og Anna Jóna Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur í 3. – 5. sæti.

VMB Hvatningarverðlaun

Mest lesið