Staðan á undirbúningi við nýbyggingu við Hamarsskóla var til umræðu á fundi fræðsluráðs í liðinni viku. Umhverfis- og framkvæmdasvið vinnur enn að þarfagreiningu og undirbúningsvinnu áður en nýbyggingin fer í hönnunarferil. Stefnt er að því að ljúka forvinnunni í haust og í framhaldinu fer verkefnið í hönnunarferil. Í fjárhagsáætlun ársins 2021 er gert ráð fyrir 20 milljónum í hönnunarvinnu. Ráðið þakkaði kynninguna og óskar eftir því að framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs mæti á næsta fund ráðsins og leggi fram nýja tímalínu framkvæmda.