Fjölmennasta bólusetningin í Vestmannaeyjum

Í dag verður stærsta bólusetningin hjá okkur til þessa. Hátt í 500 manns verða bólusett og Vestmannaeyjabær kemur til aðstoðar við undirbúning. Fer bólusetning fram í gamla íþróttasalnum í íþróttamiðstöðinni. Þar munum við eiga auðveldara með að forðast of þétta hópa og halda fjarlægðartakmörk auk þess sem fólk þarf að hinkra í nokkrar mínútur áður en það fer heim eftir sprautuna.

Bólusett verður með AZ og Pfizer samkvæmt fyrirmælum sóttvarnarlæknis. Ekki er mögulegt að óska eftir ákveðinni tegund.

Við áætlum að ljúka við að bólusetja aldurshópana 70+, fólk í öðrum forgangshópum eins og slökkvilið og heilbrigðisstarfsfólk. Einnig munum við byrja í hópnum 65 ára og eldri með undirliggjandi sjúkdóma. Fólk fær boðun í bólusetningu og einhverjir gætu fengið boð þegar líður á daginn.

Bókari Þekkingarseturs
Deiliskipulag flugvöll

VMB Hvatningarverðlaun

Mest lesið