Lokið við að bólusetja 69 ára og eldri í Vestmannaeyjum

Guðný Bogadóttir yfirhjúkrunarfræðingur heilsugæslu Vestmannaeyja hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands sendi okkur eftirfarandi upplýsingar: Í gær voru bólusettir hátt í 500 einstaklingar í Vestmannaeyjum, bólusett var í Íþróttamiðstöðinni og gengu bólusetningar mjög vel, enginn fékk alvarleg viðbrögð. Aðstaðan í Íþróttamiðstöðinni var mjög góð og viljum við þakka starfsfólki Íþróttamiðstöðvar og RKÍ í Vestmannaeyjum fyrir aðstoðina.

Núna hafa verið bólusettir 600 – 700 eintaklingar í Vestmannaeyjum. Hluti af þeim á eftir að fá bólusetningu númer tvö.

Í gær var lokið við að bólusetja 69 ára og eldri, heilbrigðisstarfsfólk, einstaklinga í hópi 4 , slökkvilið og hafnsögumenn, einstaklinga með undirliggjandi áhættuþætti á aldrinum 65 – 70 ára og byrjað var að bólusetja einstklinga með undirliggjandi áhættuþætti á aldrinum 18 – 64 ára.
Viljum við biðja einstaklinga sem ekki hefur verið haft samband við í þessum hópum að hafa samband við heilsugæslu. Þeir sem ekki hafa komist í bólusetningu af einhverjum ástæðum og hafa áður fengið boð eru á lista fyrir bólusetningar.

Deiliskipulag flugvöll
Bókari Þekkingarseturs

Á næstu vikum verður haldið áfram að endurbólusetja fólk sem búið er að fá eina bólusetningu og einstaklinga með undirliggjandi áhættuþætti.

VMB Hvatningarverðlaun

Mest lesið