Segja sig frá rekstri kvikmyndahúss í Kviku

Svavar Vignisson og Ester Garðarsdóttir hafa óskað efir því við bæjarráð að segja sig frá rekstri kvikmyndahúss í Kviku. Málið var til umræðu á fundi ráððsins í dag. Vestmannaeyjabær mun því þurfa að finna nýjan rekstraraðila.

Vestmannaeyjabær samþykkir beiðni núverandi rekstraraðila um uppsögn samnings og felur framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að leita til aðila með starfsemi í Kviku um hvort áhugi sé fyrir rekstri kvikmyndahússins tímabundið, þar til framtíðarfyrirkomulag starfseminnar verður ákveðið.

VMB Hvatningarverðlaun

Mest lesið