Framtíðarsýn samgangna

Bæjarstjóri fór yfir stöðu og framtíðarsýn samgangna við Vestmannaeyjar á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku, m.a. stöðu samgangna á sjó, áskoranir og tækifæri, Landeyjahöfn, stöðu flugsamgangna og áskoranir og tækifæri er tengjast fluginu, þróun farþegaflutninga milli lands og Eyja, göng, og almenna framtíðarsýn í samgöngum Vestmannaeyja.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja telur mikilvægt að horfa til framtíðar í samgöngumálum við Vestmannaeyjar og allir mögulegir kostir kannaðir. Ljúka þarf að fullu úttekt á Landeyjahöfn og fullkanna möguleikann á göngum milli lands og Eyja.

Bæjarstjórn skorar því á samgönguráðherra og aðra þingmenn kjördæmisins að greiða leið þess að ráðist verði í viðeigandi rannsóknir og hagkvæmnismat á því hvort göng sé raunhæfur kostur. Tækniþróun og þekking hefur aukist frá því opinber umræða um göng milli lands og Eyja átti sér stað árið 2007, þegar þau voru slegin út af borðinu. Því er mikilvægt að fá úr því skorið hvort rannsóknir nú leiði af sér aðra niðurstöðu.

Deiliskipulag flugvöll
Bókari Þekkingarseturs

Tillagan var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum bæjarfulltrúa.
Mikilvægi góðra samgangna við Vestmannaeyjar.

Mikilvægi góðra samgangna við Vestmannaeyjar – framsaga Írisar Róbertsdóttur bæjarstjóra.pdf

VMB Hvatningarverðlaun

Mest lesið