Kylfingar í Vestmannaeyjum geta tekið gleði sína því Golfklúbbur Vestmannaeyja hefur opnað á sumarflatir á fyrstu 12 holum vallarins. Karl Haraldsson hjá GV sagði í samtali við Eyjafréttir að þetta sé heldur fyrr en í meðal ári og að völlurinn komi mjög vel undan vetri. “Við erum að opna á fyrstu 12 núna, veturinn hefur verið mildur þannig að völlurinn er í mjög flottu standi.”

Karl hvatti kylfinga eins og aðra að fara eftir almennum sóttvarnarreglum þegar farið er um völlinn.