Það var gleði dagur hjá starfsfólk Sea life trust í gær þar sem 11 lundapysjum og tveimur fullorðnum lundum var sleppt út í náttúruna eftir vetursetu á safninu. Allir fuglarnir eiga það sameiginlegt að hafa ekki náð fullri heilsu síðasta haust ýmist vegna meiðsla eða eftir að hafa orðið olíumengun að bráð. Jessica Whiton sýningarstjóri á safninu sagði í samtali við Eyjafréttir að ferlið hafi gengið vel. “Fullorðnu fuglarnir fóru strax af stað og voru frelsinu fegnir. Það var allan tíman ákveðið að pysjurnar ættu sjálfar að taka ákvörðun um að fara. Því vonuðumst við til þess að þær færu á eftir lundunum.” Jessica segir að í fyrstu hafi pysjurnar leitað upp brekkuna til starfsfólksins þannig að þau brugðu á það ráð að færa sig neðar nær brúninni. “Allt í allt tók þetta klukkutíma að fá þær til að tínast út á hafa eina og eina þær voru í smá tíma að safna kjarki í að láta vaða. Við sáum síðan að þær hópuðu sig saman úti á sjó.” Jessica segir nægt æti að hafa í sjónum og telur líkur fuglana góðar. Til stendur að sleppa öðrum hópi á næstu vikum. Allar pysjurnar voru merktar áður en þær héldu haf út.

Óskar Pétur var með í för og tók þessar skemmtilegu myndir.

 

Vestmannaeyjabær – framkvstjóri umhv.-og frkv.sviðs