Þann 20. apríl voru opnuð tilboð í uppbyggingu innanhúss í Ráðhúsinu (gamla spítalanum). Eitt tilboð barst í verkið og var það frá Steini og Olli ehf. kr. 217.283.330 en kostnaðaráætlun hönnuða var kr. 232.827.700. Frá þessu var greint á fundi framkvæmda og hafnarráðs sem fram fór í gær.

Einnig fór framkvæmdastjóri yfir stöðu verks og fram kom í máli hans að gluggaskiptum er lokið sem og rifi og hreinsun á miðhæð og í risi. Unnið er að lagfæringum utanhúss og fljótlega verður hafist handa við að brjóta upp gólf í kjallara.
Hönnun er að mestu lokið og efnisval er í gangi.