Nú hafa um 1100 hlauparar skráð sig í Puffin Run í Vestmannaeyjum sem haldið verður laugardaginn 8. maí. Þetta er hátt í fjórföldun á keppendafjölda síðasta árs. Frá þessu er greint á vefnum hlaup.is. Í ár verða veitt vegleg peningaverðlaun til fyrstu þriggja karla og kvenna og er það nokkur nýjung að svo vegleg verðlaun séu veitt. Eftirfarandi peningaupphæðir verða veittar sem verðlaun:

Fyrsta sæti 100.000 kr.
Annað sæti 70.000 kr.
Þriðja sæti 50.000 kr.

Hlauphaldarar ætla að ræsa í fyrsta ráshóp hröðustu hlauparana í kvenna- og karlaflokki og eru þeir hlauparar sem telja sig verða undir eftirtöldum tíma, beðnir um að senda póst á [email protected].

Karlar undir 1:45
Konur undir 2:00

Brautarmetin í hlaupinu eiga Þórólfur Ingi Þórsson 1:24:19 og Thelma Björk Einarsdóttir 1:44:16.