Framkvæmdastjóri fór yfir ársreikning Vestmannaeyjahafnar fyrir árið 2020 á fundir framkvæmda og hafnarráðs í vikunni. Fram kom að rekstrartekjur ársins námu 458 millj.kr.og afkoma ársins var jákvæð sem nam tæpum 47 millj.kr. Skuldir hafnarinnar í dag eru eingöngu lífeyrisskuldbindingar að upphæð 205 milljónir króna.

Ráðið samþykkti fyrirliggjandi ársreikning og vísaði honum til síðari umræðu í Bæjarstjórn Vestmannaeyja.

Hafnarsjóður 2020.pdf