Ásgeir Snær Vignisson leikur ekkert meira með ÍBV í Olísdeildinni á þessu keppnistímabili. Hann hefur ekkert verið með ÍBV um skeið eftir að hafa komið til leiks á ný í lok janúar eftir að hafa farið úr axlarlið í byrjun október. Ásgeir Snær er nú að jafna sig af handarbroti sem hann varð fyrir. Stefnan hefur verið tekin á að Ásgeir Snær mæti til hress til leiks þegar næsta keppnistímabil hefst, að sögn Kristins Guðmundssonar, annars þjálfara ÍBV í samtali við handbolti.is.

Fleiri leikmenn ÍBV eru á sjúkralista. Hornamaðurinn öflugi, Theodór Sigurbjörnsson, er meiddur í baki og hinn efnilegi Arnór Viðarsson er meiddur á ökkla. Til viðbótar hefur Friðrik Hólm Jónsson verði frá keppni síðan í haust eftir að hann sleit krossband í hné. Friðrik verður klár í slaginn í byrjun næsta tímabils eins og Ásgeir Snær.

ÍBV heldur þar með áfram að tefla fram yngri og efnilegum leikmönnum í leikjum sínum á næstunni. ÍBV vann Fram í Safamýri í gær, 30:29, og tekur á móti liði Selfoss í Suðurlandsslag í Vestmannaeyjum á föstudaginn í 17. umferð Olísdeildar karla.