Vestmannaeyjabær fær jafnlaunavottun

Í dag afhenti Sigurður M Harðarson frá iCert vottunarstofu, Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra, skírteini til staðfestingar á vottun jafnlaunastjórnunarkerfis Vestmannaeyjabæjar. Með skírteininu er staðfest að Jafnlaunastjónunarkerfi Vestmannaeyjabæjar sé í samræmi við jafnlaunastaðal IST 85 og hefur Jafnréttisstofu staðfest vottunina. Vestmannaeyjabær bætist þar með á lista þeirra 300 fyrirtækja og stofnana sem hlotið hafa jafnlaunavottun á Íslandi. […]

Gary Martin látinn fara

Knattspyrnuráð ÍBV hefur rift samningi félagsins við Gary John Martin. Frá þessu er greint á heimasíðu ÍBV. Gary skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við ÍBV í vetur en hún hefur nú verið rift. Ákvörðun félagsins um riftun samnings má rekja til agabrots leikmannsins sem ekki verður samræmt skuldbindingum hans við félagið. (meira…)

Samgöngur við Vestmannaeyjar ræddar á Alþingi

Samgöngur til Vestmannaeyja bar á góma í liðnum störfum þingsins á Alþingi í gær. Það var Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins sem tók þar til máls og gerði meðal annars bókun bæjarstjórnar Vestmannaeyja að umtalsefni. Ræðu Karls Gauta má sjá hér að neðan. Ég ætla að ræða nýlega áskorun bæjarstjórnar Vestmannaeyja frá 15. apríl um […]

Andlát: Marta Sigurjónsdóttir

Marta Sigurjónsdóttir (1936-2021) Elskuleg eiginkona mín, Marta Sigurjónsdóttir, lést að Hraunbúðum í Vestmannaeyjum mánudaginn 26.apríl. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd annarra aðstandenda. Ingólfur Þórarinsson (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.