Vestmannaeyjabær fer fram á að ríkið greiði leigu

Málefni Hraunbúða voru til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni sem leið. Bæjarstjóri fór yfir stöðu yfirfærslu Hraunbúða til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Eins og fram hefur komið náðist samkomulag við heilbrigðisráðuneytið um að öllu starfsfólki verði boðin störf á sömu kjörum við yfirfærsluna og hefur allt starfsfólk ákveðið að þiggja störf hjá nýjum rekstraraðila.

Jafnframt fór bæjarstjóri yfir stöðu viðræðna við heilbrigðisráðuneytið um húsnæði Hraunbúða, sem er að fullu í eigu Vestmannaeyjabæjar. Vestmannaeyjabær fer fram á að ríkið greiði eðlilegt endurgjald fyrir afnot af húsnæðinu. Áætlaður fundur með heilbrigðisráðuneytinu er áætlaður í næstu viku.

Mest lesið