Ertu öruggur um borð?

Vinnslustöðin, FISK Seafood og VÍS hafa hrundið af stokkum átaksverkefni sem ætlað er að beina kastljósum að öryggismálum á skipum fyrirtækjanna og skerpa á vitund og árvekni skipverja í þeim efnum. Verkefnið hófst mánudaginn 10. maí og stendur yfir í fimm vikur. Kallað er eftir því að hver og einn skipverji skrái í sérstakt atvikaskráningakerfi […]
Bæjarstjórn – bein útsending

1572. fundur Bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Einarsstofu Safnahúsi, 12. maí 2021 og hefst hann kl. 18:00 Beina útsending af fundinum má nálgast hér fyrir neðan https://youtu.be/3RvImBBdv50 Dagskrá: Almenn erindi 1. 202104061 – Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2020 -SÍÐARI UMRÆÐA- 2. 202002051 – Málefni Hraunbúða Fundargerðir ráða 3. 202104003F – Bæjarráð Vestmannaeyja – 3153 […]
Vel gekk í fyrsta túr

Bergur VE landaði á Seyðisfirði í gær. Skipið var nánast fullt eftir að hafa verið þrjá sólarhringa á veiðum. Frá þessu er greint á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Skipstjóri í veiðiferðinni var Jón Sigurgeirsson en hann var að fara sinn fyrsta túr sem skipstjóri. Heimasíðan ræddi stuttlega við Jón og spurði hvernig hefði gengið. „Það gekk bara […]
Efla félagsstarf fullorðinna í sumar

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur sett af stað 80 milljóna króna átaksverkefni til að efla félagsstarf fullorðinna í sumar í samvinnu við sveitarfélög landsins. Markmiðið með verkefninu er að rjúfa félagslega einangrun sem orðið hefur vegna Covid-19 faraldursins. Aðgerðirnar eru hluti af aðgerðum ríkisstjórnarinnar sem er ætlað að veita mótvægi vegna þeirra áhrifa […]
Til skoðunar að aðstaða dagdvalar verði flutt frá Hraunbúðum

Öldrunarþjónusta Vestmannaeyjabæjar var til umræðu á fundi fjölskyldu og tómstundaráðs í síðustu viku. Framkvæmdastjóri sviðs fór yfir þjónustu málaflokks aldraðra m.a. í kjölfar þess að rekstur Hraunbúða hefur fluttst til ríkisins. Vestmannaeyjabær mun áfram leggja áherslu á fjölbreytta og einstaklingsmiðaða þjónustu við eldri borgara bæði innan heimilis og utan þess. Markmið þjónustunnar er að skapa […]
Bólusetning leikskólastarfsmanna er hafin

Þessa vikuna er áfram verið að bólusetja einstaklinga í forgangshópum þetta kemur fram í tilkynningu á vef HSU. Einnig alla einstaklinga 55-60 ára og áhafnir skipa sem fara erlendis sem og flugáhafnir. Bólusetning leikskólastarfsmanna er hafin á flestum starfsstöðvum en ekki næst að boða alla þessa vikuna. Eins er boðið upp á opinn dag 13 […]