Hlaðvarpið – Pétur Steingrímsson

Í tólfta þætti er rætt við Pétur Steingrímsson um líf hans og störf. Pétur ræðir við okkur um lífshlaup sitt, áhugamálin, starfið og ýmislegt fleira. Í seinni hluta þáttarins fáum við að heyra tvær greinar um örnefni, Drífa Þöll Arnardóttir les. Þessi fróðleikur er unninn í samstarfi við Bókasafn Vestmannaeyja. Endilega fylgjið okkur á Facebook […]

Verulega dregið úr samkomutakmörkunum frá 25. maí

Fjöldatakmörk hækka í 150 manns og slakað verður á grímuskyldu og tveggja metra reglunni. Takmörkunum á gestafjölda sund- og baðstaða, skíða- og tjaldsvæða og safna verður aflétt og sömuleiðis á líkamsræktarstöðvum nema hvar þar mega að hámarki vera 150 manns í hverju rými. Hámarksfjöldi áhorfenda eða gesta á sitjandi viðburðum fer úr 150 í 300 […]

Hreimur með þjóðhátíðarlagið “Göngum í takt”

Höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlags Vestmannaeyja árið 2021 er Hreimur Örn Heimisson. Lagið ber heitið “Göngum í takt” og fjallar um eftirvæntinguna sem að kraumar inn í manni þegar að maður er að labba niður í dal, gegnum hliðið og heyrir í drununum úr brekkunni þegar þúsundir fólks hafa þjappað sér saman og hátíðin er byrjuð. Hreimur […]

Björn Viðar framlengir

Björn Viðar Björnsson hefur nú skrifað undir nýjan eins árs samning við handknattleiksdeild ÍBV. Björn hefur leikið með liði ÍBV undanfarin 3 tímabil og hefur sýnt og sannað mikilvægi sitt í liðinu. “Björn er frábær markvörður með mikla reynslu og hefur verið mjög dýrmætur fyrir ÍBV síðan hann gekk til liðs við okkur. Við erum […]

Nýr inngangur á heilsugæslu

HSU007

Í dag verður nýr inngangur opnaður á heilsugæslu HSU í Vestmannaeyjum og þar fyrir innan ný móttaka og biðstofa.  Þeir sem eiga erindi utan hefðbundins opnunartíma koma fyrst um sinn áfram inn um kjallara, en síðar verður það einnig um nýja innganginn. Aðalinngangi í norður verður lokað! Gengið verður inn að sunnan og er aðkeyrsla […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.