Í dag verður nýr inngangur opnaður á heilsugæslu HSU í Vestmannaeyjum og þar fyrir innan ný móttaka og biðstofa.  Þeir sem eiga erindi utan hefðbundins opnunartíma koma fyrst um sinn áfram inn um kjallara, en síðar verður það einnig um nýja innganginn. Aðalinngangi í norður verður lokað!

Gengið verður inn að sunnan og er aðkeyrsla og bílastæði frá Helgafellsbraut. Þeir sem eiga erindi á 1. hæð, þ.e. á heilsugæslu, rannsóknastofu og myndgreiningu/ röntgen noti nýja aðganginn.

Sjá meðfylgjandi skýringarmynd neðar.

Undanfarið hafa staðið yfir miklar breytingar á húsnæði HSU í Vestmannaeyjum og er þessi breyting lok á fyrsta áfanga.

Í kjallara er inngangur í norður frá Sólhlíð sem ætlaður er fyrir gesti á sjúkradeild og á þriðju hæð, meðal annars í sjúkraþjálfun, sérfræðiþjónustu, mæðravernd, skrifstofur HSU og eins og áður sagði heimsókn á heilsugæslu utan hefðbundins opnunartíma fyrst um sinn.  Mælst er til þess að þá séu notuð bílastæði norðan megin, en þar eru einnig bílastæði starfsmanna á eystra bílastæðum.

Aðkoma sjúkrabíla er í kjallara norðan megin og er stranglega bannað að leggja við kjallarainngang þar sem það gæti truflað aðkomu þeirra.

Aðgangur að kapellu er frá Sólhlíð, gengið inn að vestan.