Framtíðarskipan sorpmála í Vestmannaeyjum var til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í vikunni. Dagný Hauksdóttir og Hafþór Halldórsson fóru yfir flokkun á sorpi, nýtt frumvarp um hringrásarhagkerfi og hugsanleg áhrif þess á Vestmannaeyjar og fyrirhugaðar áætlanir um sorpbrennslu. Fram kom í máli þeirra að flokkun á heimilissorpi í Vestmannaeyjum er um 45% en þyrfti að vera hærri ef vel á að vera. Kostnaður vegna óflokkaðs sorps í Vestmannaeyjum er um 150 milljónir á ári og því til mikils að vinna að auka flokkun á heimilum.

Minnisblað Sorpbrennsla.útg2. mars2021.pdf