Allir eldri en 50 ára ættu að hafa fengið boð í bólusetningu

Verið er að yfirfara listana á HSU og boða fólk aftur sem hefur ekki mætt í boðaða bólusetningu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef HSU í dag. Allir eldri en 50 ára ættu að hafa fengið boð í bólusetningu. Þeir sem hafa ekki fengið boð mega endilega hafa samband við HSU og láta vita af sér. Það kemur líka fram í fréttinni inn á vefnum hvernig handahófskennd bólusetning verður eftir árgöngum og hvernig staðan er á bólusetningum á suðurlandi. Tilkynninguna í heild sinni má nálgast hér

Mest lesið