Erla Rós Sigmarsdóttir til ÍBV

Erla Rós Sigmarsdóttir og handknattleiksdeild ÍBV hafa náð samkomulagi og hefur Erla Rós skrifað undir 1 árs samning út næsta keppnistímabil. Erlu Rós þarf ekki að kynna sérstaklega fyrir Eyjamönnum, en eins og allir vita lék hún upp alla yngri flokka með ÍBV og svo með meistaraflokki við góðan orðstír.

„Hún er frábær markvörður og verður góð viðbót í okkar öfluga kvennalið. Erla fór til Fram sumarið 2018 þar sem hún hefur lék 1 tímabil en hefur að undanförnu verið frá keppni í barnaeignarorlofi. Erla Rós lék með yngri landsliðum Íslands á sínum tíma og var á tíma búin að vinna sér inn sæti í landsliðshópnum. Við erum ótrúlega ánægð með að fá Erlu Rós aftur HEIM og hlökkum mikið til samstarfsins næsta vetur,“ segir í tilkynningu frá ÍBV.

Mest lesið