Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað reglugerð um ákvörðun makrílafla íslenskra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands og á samningssvæði Norðaustur-Atlanthshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) utan lögsögu ríkja árið 2021. Alls hefur markílaflinn verið ákvarðaður 140.627 tonn eða sem svarar 16,5% af samþykktum heildarafla á vettvangi NEAFC.

Tilkynning Íslands um umræddan heildarafla hefur þegar verið send til NEAFC en reglugerðin tekur gildi í dag.