Glæsileg dagskrá sjómannadagshelgar heldur áfram í dag. Fjölmargar sýningar og uppákomur standa gestum til boða, hér að neðan má sjá dagskrá dagsins.

SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ
Kl. 10.00 Fánar dregnir að húni
Afhjúpun minnisvarða um þá sem fórust í Pelagusslysinu.
Við útsýnipallinn á móts við Bjarnarey & Elliðaey
Kl. 13.00
Sjómannamessa í Landakirkju
Séra Guðmundur Örn predikar og þjónar fyrir altari.
Eftir messu verður minningarathöfn við minnisvarða hrapaðra og drukknaðra.
Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur nokkur lög.
Blómsveigur lagður að minnisvarðanum.
Guðni Hjálmarsson stjórnar athöfninni.
Kl. 15.00
Hátíðardagskrá á Stakkó
Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur undir stjórn Jarls Sigurgeirssonar.
Heiðraðir aldnir sægarpar. Guðni Hjálmarsson stjórnar.
Karlakór Vestmannaeyja flytur nokkur lög undir stjórn Þórhalls Barðasonar
Ræðumaður sjómannadagsins er Eliza Reed forsetafrú.
Verðlaunaafhending fyrir kappróður, koddaslag, lokahlaup, sjómannaþraut,
dorgveiðimót og sjómannamótið í golfi.
Leikfélagið, hoppukastalar og popp.
Ath: Sjómannadagskaffi Eykyndils fellur niður þetta árið.

SKL jól