Öflugt atskákmót  Pallamótið – til minningar um Pál Árnason, múrara (1945-2021)  fór fram í Vestmannaeyjum laugardaginn 5. júní sl.  í húsnæði  Þekkingarseturs Vm.  Keppendur voru 50 og voru tefldar sjö umferðir og umhugsunarími á skák 10 mín. og 5 sek á leik. Mótið hófst kl. 12 á hádegi af lokinni formlegri setningu.  Af þessum 50 keppendum voru fjórir stórmeistarar, einn alþjóðlegur meistari og tveir FM meistarar.   Alls tóku 14 félagar í TV þátt í mótinu auk þriggja úr fjölskyldu Páls Árnasonar.   Félagið stóð fyrir  fjölmennu móti til minningar um Bedda á Glófaxa ( 1943-2018),  Beddamótið í sama húsnæði  á gamla lokadaginn 11. maí 2018  og bjó því að góðri og dýrmætri reynslu af jafn fjölmennu mótshaldi.

Sigurvegari á mótinu var Vignir Vatnar Stefánsson nýlega orðinn alþjóðlegur meistari með 6,5 vinninga af 7 mögulegum sem er glæsilegur árangur hjá þessum unga skákmeistara.   Í öðru sæti varð Helgi Áss Grétarsson, stórmeistari  með 6 vinninga og í 3.-5. sæti urðu stjórmeistararnir:  Helgi Ólafsson,  Guðmundur Kjartansson og Hannes Hlífar Stefánsson með 5,5 vinninga.   Síðan komu fjórir keppendur með 5 vinninga og í þeim hópi eru  Þorsteinn Þorsteinsson FM meistari og Aron Ellert sonur hans en þeir eru báðir félagsmenn í TV og keppa fyrir félagið á Íslandsmóti skákfélaga.  Veitt voru þrenn verðlaun til keppenda sem fæddir eru 2005 og síðar, en þeir voru Markús Orri Jóhannsson, Matthías Björgvin Kjartansson og Bjartur Þórisson en þeir hlutu allir 4 vinninga.    Mótinu lauk upp úr kl. 16 og fóru margir keppendur með Herjólfi til Landeyjahafnar   kl. 17 að loknu vel heppnuðu skákmóti.  Helsti styrktaraðili mótsins var Ísfélag Vestmannaeyja  og Langa fiskþurrkun.  Aðrir helstu bakhjarlar  Taflfélags Vm. eru Vestmannaeyjabær og  Vinnslustöðin  Skákstjóri á þessu fjömenna móti var Þórir Benediktsson  frá Skáksambandi Íslands og mótstjórar voru Arnar Sigurmundsson og Hallgrímur Steinsson form. Taflfélags Vm.  Nánar um mótið á skak.is