Nýtt verklag vegna gruns um ofbeldi, vanrækslu eða áhættuhegðun barna

Yfirfélagsráðgjafi Vestmannaeyjabæjar kynnti á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs í liðinni viku nýtt verklag vegna gruns um ofbeldi, vanrækslu eða áhættuhegðun barna. Verklagið er hliðarafurð tilraunaverkefnisins “Aðgerðir gegn ofbeldi” og var unnið af yfirfélagsráðgjafa og fræðslufulltrúa Vestmannaeyjabæjar. Verklagið er fyrir Grunnskólann, leikskólana, Framhaldsskólann, Tónlistarskólann, Frístund og félagsmiðstöðina. Verklagið verður kynnt starfsfólki viðkomandi stofnana í haust. (meira…)
Kveikjum neistann: Öflugt fræða- og fagfólk veitir ráðgjöf og stuðning

Kveikjum neistann er viðamikið rannsóknar- og þróunarverkefni við GRV til 10 ára og hefst formlega næsta haust í 1. bekk. Verkefnið kallar á breyttar áherslur í kennslu og samhliða því mun skipulag á skóladegi nemenda breytast nokkuð. Samningur um verkefnið var undirritaður þann 1. júní sl. en það er styrkt af Vestmannaeyjabæ, Háskóla Íslands, Samtökum […]
Eyjakrakkar í verkefnum hjá HSÍ

Það er nóg um að vera hjá HSÍ þessa dagana í kringum yngri landslið og handboltaskóla. Handboltaskóli HSÍ og Alvogen fer fram í 26. skipti helgina 12. – 13. júní nk. en að þessu sinni er um að ræða drengi og stúlkur fædd 2008. ÍBV á eftirfarandi fulltrúa í hópnum: Stelpur: Agnes Lilja Styrmisdóttir, Klara […]
Átta í framboði hjá Framsóknarflokknum í Suðurkjördæmi

Alls eru átta í framboði hjá Framsóknarflokknum í Suðurkjördæmi í prófkjöri sem fram fer 19. júní. Kosið verður um fimm efstu sætin á lista flokksins fyrir komandi alþingkosningar. Kosið verður í lokuðu prófkjöri á 22 kjörstöðum vítt og breytt um kjördæmið. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla verður 15. júní, 16. júní og 18. júní. Kjörstaði má finna á framsokn.is. Talning fer […]