Yfirfélagsráðgjafi Vestmannaeyjabæjar kynnti á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs í liðinni viku nýtt verklag vegna gruns um ofbeldi, vanrækslu eða áhættuhegðun barna. Verklagið er hliðarafurð tilraunaverkefnisins “Aðgerðir gegn ofbeldi” og var unnið af yfirfélagsráðgjafa og fræðslufulltrúa Vestmannaeyjabæjar. Verklagið er fyrir Grunnskólann, leikskólana, Framhaldsskólann, Tónlistarskólann, Frístund og félagsmiðstöðina. Verklagið verður kynnt starfsfólki viðkomandi stofnana í haust.

SKL jól