Hótel Vestmannaeyjar til sölu

Maggi ásamt eiginkonu sinni Öddu Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir framan heimili þeirra, Helli, við Vestmannabraut.

Hjónin Magnús Bragason og Adda Jóhanna Sigurðardóttir hafa ákveðið að setja Hótel Vestmannaeyjar á sölu. Magnús og Adda festu kaup á hótelinu árið 2012 en þau hafa síðan meðal annars ráðist í stækkun á húsnæðinu sem býr yfir 43 herbergjum auk 6 herbergja á samtengdu gistiheimili. Magnús sagði í samtali við Eyjafréttir reksturinn standa vel og fjárhaginn vera í góðu lagi en salan komi til að persónulegum ástæðum. „Það er ekkert leyndarmál að það er heilsubrestur hjá mér sem ræður miklu í þessari ákvörðun okkar. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta ferli allt getur tekið tíma og því fannst okkur þetta vera rétti tímapunkturinn.“

Mest lesið