Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í heimsókn í Vestmannaeyjum í dag. Ein af ástæðum fyrir heimsókninni til Eyja var að undirrita samning við sýslumann vegna verkefnis sem hefur hlotið styrk frá forsætisráðuneyti.

Markmið verkefnisins er að til verði opinber og samræmdur gagnagrunnur sem unninn er úr starfakerfum sýslumanna og hægt verður að nýta til að varpa ljósi á stöðu kynjanna og meta hvort munur sé á stöðu kynjanna þegar kemur að málarekstri í stjórnsýslunni.

Slík kynjuð tölfræði getur geymt mikilvægar upplýsingar fyrir rannsóknir þegar meta þarf hvort og hvernig aðgerða sé þörf til að jafna stöðu kynja. Jafnframt mun tölfræðin nýtast aðilum innan stjórnsýslunnar við stefnumótunarvinnu. Stefnt er að því að birta tölfræðina opinberlega þannig að hún geti nýst sem flestum, til dæmis fræðasamfélagi, stjórnmálunum og fjölmiðlum. Styrkur forsætisráðuneyti til verkefnisins tryggir að það geti orðið að veruleika og eflir um leið embætti sýslumanns í Vestmannaeyjum.

SKL jól