Lögreglunni í Vestmannaeyjum var tilkynnt um logandi bifreið í portinu hjá Kubb, um kl. 21:00 í gærkvöldi.  Lítil hætta var á ferðum og lítið tjón þar sem bifreiðina var í úreldingu að sögn Heiðars Hinrikssonar hjá Lögreglunni í Vestmannaeyjum.

Slökkviliðið slökkti eldinn en grunur leikur á að kveikt hafi verið í bifreiðinni en á þessari stundu er ekki vitað hver var þar að verki.

Ef einhverjir búa yfir upplýsingum varðandi brunann eða sáu til mannaferða þarna um kl. 21:00 í gærkvöldi þá eru þau hin sömu hvött til að hafa samband við lögreglu vegna þessa.