Fyrir liggur afgreiðsla Skipulagsstofnunar á mati á umhverfisáhrifum sorpbrennslu málið var á dagskrá framkvæmda og hafnarráðs í vikunni, í afgreiðslunni kemur m.a. fram:
Í samræmi við 11. gr. Laga og 25. gr. Reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum hefur Skipulagsstofnun farið yfir matsskýrslu Vestmannaeyjabæjar um móttöku-, brennslu- og endurnýtingarstöð úrgangs í Vestmannaeyjum sem lögð var fram samkvæmt 10. gr. sömu laga. Skipulagsstofnun telur að matsskýrslan uppfylli skylirði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum.

Skipulagsstofnun telur að með uppsetningu brennslustöðvar sé ekki líkur á því að neikvæð áhrif verði á loftgæði vegna útblásturs mengunarefna að því gefnu að virkni hreinsivirknisins verði eins og gert er ráð fyrir en minnir á mikilvægi mælinga og vökvunar skv. starfsleyfi. Endurskipulagning móttökusvæðis er líkleg til að hafa jákvæð áhrif miðað við núverandi aðstæður m.t.t. ásýndar og foks úrgangs. Skipulagsstofnun bendir á að mikilvægt er að í deiliskipulagi séu skýrir skilmálar varðandi útlit og umfang bygginga, litaval, manir og frágang lóðar til að draga úr sjónrænum áhrifum starfseminar eins og kostur er.

Varðandi nánari umfjöllun um umhverfisáhrif fyrirhugaðra framkvæmda vísast til niðurstaðna í 3. kafla þessa álits og umfjöllunar um framkvæmdartilhögun, mótvægisaðgerðir og vöktun sem gerð er grein fyrir í matsskýrslu framkvæmdaraðila.

Ráðið fagnar niðurstöðu Skipulagsstofnunar vegna mats á umhverfisáhrifum sorporkustöðvar í Vestmannaeyjum. Niðurstaða Skipulagsstofnunar er í takt við þau áform sem eru í gangi varðandi sorpmál í Vestmannaeyjum.

Brennslustöð í Vestmannaeyjum-skannað.pdf