Hildur Sólveig Sigurðardóttir tekur sæti í bæjarráði fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins á ný en hún sat í ráðinu fyrsta ár kjörtímabilsins. Það var samþykkt á síðasta bæjarstjórnarfundi. Tekur hún sæti Helgu Kristínar Kolbeins sem verður varamaður í ráðinu.

Hildur mun því að öllum líkindum sitja í bæjarráði fram að sveitarstjórnarkosningum næsta vor.