Á vef Landakirkju var það tilkynnt að á næstu vikum mun Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson þjóna við Vestmannaeyjaprestakall. Hann kemur þannig í afleysingar á meðan prestarnir Sr. Guðmundur Örn Jónsson og Sr. Viðar Stefánsson taka sér sumarfrí.

Í tilkynningunni segir að Kristinn Ágúst hafi áður starfað sem sóknarprestur í Staðarprestakalli í Súgandafirði, Seljaprestakalli í Reykjavík, í Dómkirkjunni í Reykjavík, Hraungerðisprestakalli í Árnessýslu og þjónaði einnig Laugardælum og Villingaholti. Hann hafi árið 2009 þjónað við Selfosssókn.

Frá október 2014 hefur hann sinnt sálgæslu og sáttamiðlun á vegum Biskupsstofu þar sem hann bregður sér nú tímabundið frá. Hann hefur um árabil haldið regluleg námskeið og fyrirlestra fyrir ríkisstofnanir og félagasamtök um átakastjórnun, sáttamiðlun, samtalstækni, sjálfsstyrkingu, leiðir til að bæta andrúmsloft á vinnustöðum og takast á við erfiða einstaklinga.