Búið er að selja 2. og 3. hæðina í Landsbankahúsinu við Bárustíg. Kaupandinn er nýfluttur til Eyja og líkar lífið svo vel að honum finnst eins og hann búi á leynistað.

Guðjón Pétur Lýðsson knattspyrnumaður er nýr eigandi 2. og 3. hæðarinnar og segir í samtali við Eyjafréttir að til standi að gera íbúð á 3. hæðinni en Vestmannaeyjabær muni leigja 2. hæðina svo lengi sem þörf er á, þangað til að framkvæmdum lýkur við Ráðhúsið.

Guðjón Pétur segir að lífið hafi verið yndislegt í Eyjum, og verði fullkomnað þegar öll fjölskyldan hans verði komin með fasta viðveru í Eyjum, en Guðjón á tvo drengi og sá þriðji er á leiðinni seinna á árinu.
“Ég hlakka til að leyfa þeim að upplifa eyjuna og ætla að vera duglegur að fara á kayak og labba út um allt og skoða. Finnst eins og ég sé kominn á leynistað enda fegurðin á eyjunni mögnuð” segir Guðjón Pétur að lokum.