Í bæjarráði Vestmannaeyja fyrr í dag var til umræðu atvinnustefna Vestmannaeyjabæjar. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, greindi frá stöðu vinnu við gerð slíkrar stefnu. Fram kom að Hrafn Sævaldsson, sem verið hefur verkefnastjóri verkefnisins, hafi nú látið af störfum hjá Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Í hans stað hafi Setrið ráðið Evganíu Kristínu Mikaelsdóttur sem verkefnastjóra. Mun hún nú koma að undirbúningi og vinnu atvinnustefnunnar sem hefst nú strax í sumar.

Þekkingarsetur Vestmannaeyja hafði auglýst umrætt starf laust til umsókna í maí síðastliðnum.