Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, var staddur á Orkumótinu í Vestmannaeyjum í júní síðastliðnum. Hann var þar að hvetja son sinn til dáða sem keppti á mótinu. Á sama tíma staðfesti forsetinn 27 lög sem Alþingi hafði samþykkt.

Undirritaði Guðni lögin föstudaginn 25. júní og er það tekið fram á skjölunum sem birst hafa í Stjórnartíðindum, „Gjört í Vest­manna­eyj­um“.

Forseti Íslands skrifar almennt undir lög á skrifstofu sinni í Reykjavík eða á Bessastöðum á Álftanesi. Guðni hefur þó einnig skrifað undir lög á ýmsum öðrum stöðum á landinu, svo sem Akureyri, Reykholti í Bolungarfirði og Staðarskála í Hrútafirði.

Mbl.is greindi frá.

Ritstj