Vegagerðin hefur sett Herjólf III á sölu á erlendri skipasölusíðu. Herjólfur III er smíðaður í Noregi 1992 og hefur þjónað samgöngum milli lands og Eyja síðan þá þar til nýr Herjólfur tók við árið 2019.

Uppset verð fyrir skipið er 4,5 milljónir Evra sem gerir tæpar 660 milljónir íslenskra króna.