Sögusetrið 1627 stóð fyrir Tyrkjaránsgöngu síðasta laugardag og var gangan vel sótt. Óskar Pétur skellti sér að sjálfsögðu með í för og smellti meðfylgjandi myndum.

Í Ár eru liðin 394 ár frá Tyrkjaráninu illræmda þegar ránsmenn frá Alsír í Norður- Afríku gengu á land í Vestmannaeyjum, drápu, særðu, rupluðu og tóku til fanga liðlega helming íbúa Vestmannaeyja. Ræningjarnir fluttu hátt á þriðja hundruð Eyjamenn til Alsír og seldu þá þar í þrældóm. Fullyrða má að þessi atburður sé einn þeirra sem haft hefur hvað mest áhrif byggð í Vestmannaeyjum, búsetu og daglegt líf Eyjamanna.

Sögusetrið 1627 er félag sem hefur m.a. það markmið að varðveita og halda á lofti sögu Tyrkjaránsins en einnig öðrum þáttum úr sögu og menningu Vestmannaeyja. Gangan á laugardag er einn liður í þessu starfi félagsins.

Vestmannaeyjabær – framkvstjóri umhv.-og frkv.sviðs