Handboltastelpurnar fara til Grikklands

Rétt í þessu var að klárast dráttur í Evrópukeppnir EHF. Alls voru 50 lið í pottinum og þar á meðal Kvennalið ÍBV í EHF European Cup. Stelpurnar drógust gegn AC Paoc frá Grikklandi. Ljóst er að um verðugan andstæðing er að ræða en liðið er tvöfaldur meistari í sínu heimalandi síðustu þrjú ár. Liðið komst alla leið í undanúrslit í EHF Cup á síðasta ári.
Gert er ráð fyrir að fyrri leikurinn verði leikinn í Grikklandi helgina 16.-17. október og hinn síðari heima viku seinna.

Mest lesið