Nú fer hver að verða síðastur að sækja um lóð fyrir hvítt hústjald í Herjólfsdal því lokað verður fyrir umsóknir klukkan 10:00 í dag.

Sækja þarf um “lóð”  á www.dalurinn.is , skrá sig þar inn og fylla út upplýsingar sem beðið er um. Mikilvægt er að allir reitir sé fylltir út svo að umsókn sé gild. Nauðsynlegt er að vita nákvæma breidd á tjaldinu áður en umsókn er fyllt út.

Fyrir hvern lengdarmeter sem sótt er um verður tekin 10.000 króna trygging af kreditkorti sem verður færð aftur inn á kortið fyrir Þjóðhátíð.

Vestmannaeyjabær – framkvstjóri umhv.-og frkv.sviðs